U17 landslið kvenna leikur tvo vináttuleiki við Íra í mars og eru þeir leikir hluti af undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer hér á landi næsta sumar. Íslenska liðið fer til Írlands 20. mars og kemur heim 23. mars. Úlfar Hinriksson, þjálfari liðsins, hefur valið 18 manna hóp í verkefnið.
Þór/KA á þrjá fulltrúa í hópnum en Anna Rakel Pétursdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir og Harpa Jóhannsdóttir voru valdar að þessu sinni.
Við óskum þeim góðs gengis í Dublin.