Haukur tekur við KA-manninum

Haukur Jakobsson með styttuna góðu. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
Haukur Jakobsson með styttuna góðu. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
Á aðalfundi KA veitti Haukur Jakobsson viðtöku fyrir hönd KA forláta styttu, sem ættfræðingurinn Oddur Friðrik Helgason ákvað að færa KA að gjöf.

Steingrímur Birgisson færði KA styttuna að gjöf í umboði Odds ættfræðings, en um er að ræða veglega styttu úr tré sem ber nafnið KA-maðurinn.

Knattspyrnufélag Akureyrar færir Oddi Helgasyni góðar þakkir fyrir þessa gjöf og rausnarskapinn.