Eins og heimasíðan sagði frá í gær varð 5. flokkur karla á yngra ári Íslandsmeistari um helgina eftir lokamót Íslandsmótsins sem fram fór á Ísafirði. Þeir fengu góðar móttökur við heimkomuna þar sem að Jón Árelíus Þorvaldsson, formaður unglingaráðs, og Sigríður Jóhannsdóttir, gjaldkeri, færðu þeim rósir. Strákarnir stilltu sér síðan upp í myndatöku og smellti Þórir Tryggvason þessum skemmtilegu myndum.
Heimasíðan vill óska þeim enn og aftur til hamingju.
Hægt er að skoða myndirnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan