Það verður blásið til veislu þann 25. apríl næstkomandi þegar Herrakvöld KA fer fram með pompi og prakt. Fjörið fer fram í KA-heimilinu og það verða stórstjörnur á borð við Hermann Hreiðarsson og Loga Bergmann Eiðsson sem sjá um skemmtidagskrána.
Miðaverð 5.900 kr og kvöldverður innifalinn. Miðapantanir í KA-heimilinu í síma 4623482 eða hjá Sævari - saevar@ka-sport.is eða Siguróla siguroli@ka-sport.is