KA mætir Breiðablik í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag klukkan 17:00 í Kórnum í Kópavogi. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem komast til að mæta á leikinn og styðja gula og bláa til sigurs. SportTV hinsvegar sýnir leikinn í beinni á netinu og það geta því allir fylgst með leiknum.
Breiðablik stóð uppi sem sigurvegari í keppninni árið 2013 og er að leika þriðja árið í röð í úrslitum Lengjubikarsins á meðan KA er að leika í fyrsta skipti til úrslita í keppninni.
Útsendinguna má sjá hér að neðan: