Í ljósi þess að nokkrir dagar eru liðnir frá því að kerran hvarf af planinu óttumst við mjög að kerrunni hafi hreinlega verið stolið. Hafi einhver spurnir af kerrunni - sem fyrr segir er hún eða að minnsta kosti var hún rækilega merkt KA - er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að láta okkur í KA-heimilinu vita sem fyrst.
Við höfum nú þegar tilkynnt hvarf kerrunnar til lögreglu.