Hvar er KA-kerran?

Síðastliðinn föstudag hvarf KA-kerran (hún er rækilega merkt KA) af planinu norðan við íþróttahúsið. Stundum hafa góðvinir félagsins fengið kerruna lánaða og við viljum trúa því að svo sé einnig nú, en viðkomandi hafi gleymt að biðja um leyfi. Ef svo er biðjum við þann sem tók kerruna að skila henni hið fyrsta.

Í ljósi þess að nokkrir dagar eru liðnir frá því að kerran hvarf af planinu óttumst við mjög að kerrunni hafi hreinlega verið stolið. Hafi einhver spurnir af kerrunni - sem fyrr segir er hún eða að minnsta kosti var hún rækilega merkt KA - er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að láta okkur í KA-heimilinu vita sem fyrst.

Við höfum nú þegar tilkynnt hvarf kerrunnar til lögreglu.