Í minningu Steindórs Gunnarssonar

Steindór Gunnarsson með knöttinn í hendi sér. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
Steindór Gunnarsson með knöttinn í hendi sér. Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson.
Steindór Gunnarsson hefði orðið 65 ára í dag, 30. mars, hefði hann lifað. Steindór lést á Kanaríeyjum þann 19. mars 2011 og var til moldar borinn 1. apríl, fyrir réttu ári. Steindórs verður ætíð minnst sem eins harðasta KA-manns allra tíma. Hann unni félaginu af heilum hug og lagði því til ómælda vinnu, sem aldrei verður fullþökkuð. Minning um góðan dreng lifir.