Kæru félagsmenn.
Nú er komið að hinni árlegu innheimtu félagsgjalda KA. Ég vil þakka ykkur öllum sem styðjið vel við félagið okkar með
greiðslu félagsgjaldanna.
Félagsgjöld eru mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og eru notuð til uppbyggingar á félaginu og í ýmis verkefni tengdu því. Það er því okkur mjög mikilvægt að njóta áfram stuðnings frá ykkur.
Í ár verður nýtt fyrirkomulag á innheimtu félagsgjaldanna. Ekki verða sendir út greiðsluseðlar heldur kemur upphæðin beint inn á
heimabanka viðkomandi sem valkvæð greiðsla. Í sumum heimabönkum þarf að haka sérstaklega við eða smella
á valgreiðslur til að þeir reikningar sjáist.
Enn á ný, takk fyrir stuðninginn, ykkar stuðningur skiptir miklu máli.
Með KA kveðju
Hrefna G. Torfadóttir formaður KA