Ívar Örn Árnason framlengir um þrjú ár

Ívar og Túfa við undirskriftina í dag.
Ívar og Túfa við undirskriftina í dag.

Ívar Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við KA. Þetta eru frábærar fréttir en Ívar er einn af okkar allra efnilegustu leikmönnum og gott að búið sé að tryggja starfskrafta hans í þrjú ár til viðbótar.

Ívar var fyrirliði í 2. flokki KA í fyrrasumar og hann kom einnig við sögu í 13 af leikjum KA síðasta sumar í 1. deildinni. Ívar m.a. í byrjunarliði í báðum sigrum KA á Þór. Ívar leikur oftast sem vinstri bakvörður en getur einnig leyst af sem miðvörður. 

Ívar er fæddur ári 1996 og er uppalinn hjá félaginu. Faðir hans, Árni Freysteinsson lék með KA árið 1989 þegar félagið varð síðast Íslandsmeistari.

Til hamingju KA og Ívar með nýjan samning.