Jafntefli í fyrsta leik hjá KA/Þór

Á myndinni eru Jóhann, Nadia, Paula og Gunnar!
Á myndinni eru Jóhann, Nadia, Paula og Gunnar!

Handboltinn er byrjaður að rúlla og stelpurnar í KA/Þór gerðu jafntefli 15-15 við FH í dag. Leikurinn var æsispennandi undir lokin en stelpurnar okkar náðu ekki að tryggja sér sigurinn með lokaskotinu sem var varið nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

FH var yfir í hálfleik en stelpurnar fengu aðeins á sig sex mörk í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að jafntefli á útivelli við FH séu alls ekki slæm úrslit þá fóru alls sex vítaköst í súginn hjá stelpunum sem segir sína sögu um svekkelsið eftir leikinn, þrátt fyrir allt. 

Paula Chirila leikur með liðinu í vetur eins og í fyrra en annar nýr erlendur leikmaður hefur gengið til liðs við félagið, Argentínski markmaðurinn Nadia Bordon. Það var gaman að sjá hana í búningnum í dag en hún lék með Fram í fyrra. 

Næsti leikur er á Selfossi um næstu helgi en fyrsti heimaleikurnnn er ekki fyrr en 26. september þegar Fylkir kemur í heimsókn.

Mörk KA/Þórs: Arna Kristín Einarsdóttir 4, Birta Fönn Sveinsdóttir 3, Laufey Lára Höskuldsdóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 2, Aldís Ásta Heimisdóttir 1, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1, Paula Chirila 1, Ásdís Guðmundsdóttir.