Jóhann Helgason í KA (Staðfest)

Jóhann og þjálfararnir / KA-Sport
Jóhann og þjálfararnir / KA-Sport

Jóhann er uppalinn KA maður og ætti að vera öllum KA mönnum kunnugur. Jóhann hefur leikið 73 leiki fyrir KA í meistaraflokki og skorað í þeim 16 mörk.

Jóhann kemur til liðs við KA fá Grindavík en þar hefur hann leikið við góðan orðstír frá árinu 2006 að undanskildu sumrinu 2012 er hann var á láni hjá okkur KA mönnum. En þá lék hann 22 leiki fyrir KA og skoraði 7 mörk.

Jóhann var fyrirliði Grindvíkinga síðasta sumar í 1.deildinni er liðið endaði í 4.sæti en liðið var aðeins einu stigi frá því að komast upp um deild.