Jólabingó yngriflokka knattspyrnudeildar

Á sunnudaginn kemur (22. nóvember) verður haldið veglegt Jólabingó í sal Naustaskóla. Bingóið hefst 14:00 og eru allir hvattir til þess að mæta. Virkilega veglegir vinningar í boði og allur ágóði rennur til styrktar yngriflokkastarfs knattspyrnudeildar KA.

Bingóspjaldið kostar 1000kr en hægt verður að kaupa þrjú spjöld á 2500kr. Þá verður einnig glæsilegt kaffihlaðborð í hléi og kostar 1000kr á það - frítt fyrir iðkendur KA og börn yngri en 12 ára.