Josip Serdarusic semur við KA

KA hefur gengið frá samningi við króatískan miðjumann að nafni Josip Serdarusic. Hann mun koma til með að styrkja KA-liðið enn fremur í komandi átökum í 1. deildinni og bikarnum.

Josip spilar fremstur á miðjunni og lék síðast með NK Dugopolje í heimalandinu og þar á undan með úrvalsdeildarliðinu RNK Split.

Hann er 28 ára gamall og kemur til landsins á sunnudaginn og mun því vera orðinn klár í slaginn þegar að KA mætir Fjarðarbyggð fimmtudaginn 23. júlí á heimavelli.