KA hefur framlengt samning sinn við kantmanninn knáa Juraj Grizelj.
Juraj er kantmaður frá Króatíu sem þekkir vel til hér á Íslandi eftir að hafa spilað hér síðustu 3 ár fyrst með Grindavík og svo með KA síðasta sumar. Sumarið 2015 hóf Juraj af gríðarlegum krafti og var okkar besti leikmaður fram að meiðslum sem hann lenti í bikarleik á móti Fjölni. Í sumar tók Juraj þátt í 19 leikjum og skoraði hann 4 mörk og var með 10 stoðsendingar. Á síðustu 3 árum hefur Juraj spilað 63 leiki á Íslandi og skorað 25 mörk.
Juraj er væntanlegur til landsins í byrjun febrúar 2016