KA á 5 fulltrúa í U-15 og U-17 ára landsliðum HSÍ

Sigþór Gunnar Jónsson er í U-17 ára landsliðinu.
Sigþór Gunnar Jónsson er í U-17 ára landsliðinu.

Nýverið tilkynnti HSÍ val á æfingarhópum fyrir U15 og U17 ára landslið í handknattleik. Þar á KA fimm fulltrúa, tvo í U17 og þrjá í U15. Heimasíðan óskar þessum strákum kærlega til hamingju með valið.

Í U-15 ára liðinu eru þeir: Dagur Gautason, Ottó Óðinsson og Jónatan Jónsson. Þeir munu fara suður til Reykjavíkur og æfa með liðinu 30. mars -1. apríl. Þjálfari liðsins er Heimir Ríkharðsson.

Í U-17 ára liðinu eru þeir: Sigþór Gunnar Jónsson og Ásgeir Kristjánsson. U-17 kemur saman 30. mars og æfir stíft fram til 3. apríl. Þjálfari liðsins er Kristján Arason.