Nú rétt í þessu var KA að tryggja sig í undanúrslit í bikarkeppni í 2. flokk með sigri á KR á Alvogen-vellinum í Vesturbænum. KA vann öruggan 3-0 sigur og eru því bæði meistaraflokkur og 2. flokkur kominn í undanúrslit bikarkeppninnar. Frábær árangur.
Mörk KA í leiknum skoruðu þeir Atli Fannar Írisarson og Árni Björn Eiríksson, enn sá síðarnefndi gerði tvö.
KA er einnig í góðum málum í deildinni þar sem þeir verma 2. sætið, tveimur stigum á eftir Fjölni.
Þjálfarar KA eru þeir Slobodon Milisic og Steingrímur Örn Eiðsson