Næstkomandi sunnudag, 8. janúar 2012 kl. 14:00, á 84. afmælisdegi Knattspyrnufélags Akureyrar, verður KA-dagurinn haldinn hátíðlegur. Þar verður farið yfir liðið ár og kjöri Íþróttamanns KA fyrir árið 2011 lýst. Einnig verða landsliðsmenn KA á liðnu ári heiðraðir. Séra Hildur Eir Bolladóttir verður ræðumaður dagsins.
Að formlegri dagskrá lokinni verður gestum boðið til herlegrar afmæliskaffiveislu. Allt KA-fólk er boðið hjartanlega velkomið í KA-heimilið til þess að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Við viljum sjá iðkendur í öllum greinum fjölmenna og taka með sér pabba og mömmu og afa og ömmu!Eins og hefur komið fram eru fjórir íþróttamenn í kjöri til Íþróttamanns KA að þessu sinni - einn frá hverri deild KA. Þettu eru blakmaðurinn Filip Pawel Szewczyk, handknattleikskonan Martha Hermannsdóttir, júdókonan Helga Hansdóttir og knattspyrnumaðurinn Haukur Heiðar Hauksson.
Fyrrverandi formenn KA afhenda þessum fjórum íþróttamönnum bikara, sem þeir gefa, fyrir að vera valdir íþróttamenn sinna
deilda í KA. Arionbanki gefur nýjan stórglæsilegan bikar, sem verður farandbikar og mun Íþróttamaður KA framvegis varðveita hann í
eitt ár í senn.