Á morgun, laugardag, höldum við upp á KA-daginn.
Fyrir þá sem vilja taka daginn snemma mun almenningsíþróttadeild KA efna til heilsubótargöngu frá KA-heimilinu kl. 10:30 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Síðan mun KA bjóða upp á aðventu-grjónagraut og slátur í félagsheimilinu á slaginu 12:00. Frá kl. 13:00 mun síðan vera hægt að prufa tennis í íþróttasalnum, bæði ungir og aldnir. Loks mun dagurinn enda á því að KA tekur á móti KF í knattspyrnu í Boganum.
Fulltrúar deilda munu vera í KA-heimilinu til taks í spjall um málefni líðandi stundar. Endilega láttu sjá þig og taktu alla fjölskylduna með.