Á morgun, þriðjudag, fer fram leikur KA og Dalvík í Borgunarbikarnum. Leikurinn hefst kl. 19:00 og fer fram á KA-vellinum. Við hvetjum alla til þess að láta sjá sig.
Dalvík vann lið Nökkva í fyrstu umferð bikarkeppninnar í leik sem fór fram 2. maí en hafa frá því leikið tvo deildarleiki í 2. deildinni. Þeir hafa ekki farið nægilega vel af stað og hafa tapað báðum leikjum sínum 4-0.
KA hafa farið ágætlega af stað í sumar og eru með fjögur stig í deildinni eftir tvo leiki. Þetta er fyrsti bikarleikur KA í sumar og er ljóst að liðið ætlar sér stóra hluti þar eins og í deildinni.
Allir á völlinn og áfram KA!