KA - Fram í dag, Laugardag

Halldór er væntanlegur í liðið að nýju
Halldór er væntanlegur í liðið að nýju

KA og Fram mætast í annarri umferð lengjubikars karla í Boganum í dag, laugardag, kl 15:00. 

Framarar eru líkt og KA í 1. deild en þeir féllu úr Pepsi deild í haust. Mikið hefur gengið á í þeirra herbúðum á undirbúningstímabilinu og miklar breytingar átt sér stað á þeirra hóp og því mjög erfitt að gera sér grein fyrir styrkleika Fram liðsins.

Þeir léku gegn Leikni í fyrstu umferð og töpuðu þar 2-1, bæði lið mæta því stigalaus til leiks í Bogann í dag.

Hjá KA má búast við því að fyrirliðinn Atli Sveinn mæti í liðið á nýjan leik en hann var frá vegna veikinda í 1-0 tapinu gegn Fjölni um síðustu helgi, þá má einnig búast við því að Halldór Hermann sé búinn að ná sér af támeiðslum sem héldu honum utan vallar gegn Fjölni.

Hvetjum alla KA menn til að líta við í Bogann kl 15:00 og hvetja okkar menn til sigurs - ÁFRAM KA!

Líklegt byrjunarlið KA í leiknum: