KA - HK á laugardaginn í Lengjubikarnum

KA - HK í Lengjubikarnum fer fram laugardaginn 12. apríl kl. 17:00 í Boganum.

KA vann góðan sigur á Leikni síðasta sunnudag 2-1 þar sem þeir Kristján Freyr og Jóhann Helga skoruðu mörk KA. Liðið er eftir þann sigur með sjö stig eftir sex leiki. KA-liðið hefur oft á tíðum spilað fínan fótbolta í Lengjubikarnum og hefðu stigin hæglega getað verið fleiri.

HK er aftur á móti á botni riðilsins með fjögur stig eftir sex leiki. Þjálfari HK er KA-mönnum kunnugur en Þorvaldur Örlygsson stýrir Kópavogsliðinu.