KA hlaut veglegan styrk frá KEA

Úthlutað var úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA á dögunum en þetta var í 92. skiptið sem veitt er úr sjóðnum. Í ár var úthlutað tæplega 30 milljónum króna úr sjóðnum til rúmlega 70 aðila úr flokkunum menningar- og samfélagsverkefni, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungra afreksmanna.

KA fékk góðan styrk úr sjóðnum rétt eins og kvennaráð KA/Þórs og Þórs/KA. Þá fengu þau Jens Bragi Bergþórsson og Bergrós Ásta Guðmundsdóttir úr handknattleiksdeild og Ágúst Leó Sigurfinnsson Katla Fönn Valsdóttir úr blakdeild styrk úr flokknum ungir afreksmenn.

Við þökkum KEA kærlega fyrir styrkinn og þeirra glæsilega framtak sem svo sannarlega skiptir sköpum í menningar- og íþróttamálum hér á Norðurlandi.