Yngra ár KA í 5. flokki karla í handbolta varð um helgina Íslandsmeistari. Strákarnir unnu fjögur af þeim fimm mótum sem þeir tóku þátt í þennan veturinn og töpuðu meðal annars ekki leik eftir áramót.
Þjálfarar liðsins eru þeir Þorvaldur Þorvaldsson og Jóhann Gunnar Jóhannsson. Heimasíðan vill óska þeim og strákunum innilega til hamingju með frábæran árangur.