K.A. - Knattspyrnufélag Akureyrar - leitar að framkvæmdastjóra

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar eftir að ráða öflugan starfsmann, sem framkvæmdastjóra félagsins. Félagið leitar að einstaklingi, karli eða konu, með brennandi áhuga á íþrótta- og félagastarfsemi, sem getur unnið sjálfstætt og hefur metnað til að ná árangri.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Hefur yfirumsjón með daglegum rekstri félagsins
Ber ábyrgð á að stefnu félagsins í íþrótta- og félagsmálum sé fylgt
Ber ábyrgð á samskiptum við stjórnir, þjálfara og félagsmenn

Leitað er að einstaklingi, sem hefur:
Menntun og/eða reynslu, sem nýtist í starfi.
Reynslu af stjórnunarstörfum.
Brennandi áhuga á íþrótta- og félagsmálum.
Framúrskarandi samskiptahæfni.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Nánari upplýsingar um starfið veita formaður Knattspyrnufélags Akureyrar, Hrefna G. Torfadóttir, netfanghrefna@ma.isog varaformaðurSigurbjörn Sveinsson, netfangss@keahotels.is

Umsóknir skal senda rafrænt á ofangreinda aðila.

Umsóknarfrestur er til og með15 nóvember 2011.

K.A. er fyrirmyndarfélag ÍSÍ