KA konur í ham - Sjáið myndirnar!

Þegar þrifin stóðu sem hæst!
Þegar þrifin stóðu sem hæst!
Kvennaklúbbur KA, sem samanstendur af hressum og skemmtilegum konum úr félaginu, lét til sín taka í KA heimilinu um s.l. helgi. Eftir miklar framkvæmdir á gólfinu í íþróttahúsinu hafði ryk smogið um allt og því ekki vanþörf á að þrífa aðeins. Þær mættu árla dags á laugardeginum og hófu að þrífa allt hátt og látt. Gríðarlega stórt bikarasafn er í KA heimilinu og tóku þær það m.a. alveg í gegn, ásamt því að rífa niður gardínur, taka úr skápum og skúffum og þrífa o.s.frv.
Það má með sanni segja að ekki hafi verið einn óhreinn blettur í félagsheimilinu sem þó annars er nokkuð hreint. Hinsvegar virðast stelpurnar hafa þriðja nefið fyrir fyrir ryki og skít og nú er hann semsagt nánast alveg upprættur.

Það er annars að frétta af kvennaklúbbnum að stefnt er að viðburðum á vegum hans á næstunni. Heyrðist því fleygt að jafnvel yrði farið í að skoða kynþokka karlpeningsins í félaginu... því er um að gera að fara í ræktina!

Fréttamaður síðunnar kíkti á þær og reyndi eftir fremsta megni að hjálpa til, þótt dugnaðurinn hafi aðalega birst í súkkulaðiáti. Smelltu hér til að sjá þær Kristínu, Örnu, Gígju, Ernu, Siggu og Unni að störfum!