KA-krakkar fá styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA

Styrkþegarnir í Ketilhúsinu í dag. Frá vinstri: Fannar Hafsteinsson, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Lár…
Styrkþegarnir í Ketilhúsinu í dag. Frá vinstri: Fannar Hafsteinsson, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Lára Einarsdóttir og Auður Anna Jónsdóttir.

Fjórir KA-krakkar fengu í dag styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Hver styrkur er að upphæð 125.000 kr.

Fimmtán afreksmenn á sínu sviði fengu úthlutað styrkjum - þar af eru fjórir í KA. Þetta eru Fannar Hafsteinsson, knattspyrnumaður, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, handknattleikskona, Lára Einarsdóttir, knattspyrnukona og Auður Anna Jónsdóttir, blakkona.

Allir eru þessir krakkar í landsliðum Íslands í sínum greinum og hafa því þegar skipað sér í fremstu röð íþróttamanna hér á landi í sínum aldursflokkum.

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og þakkar KEA sérstaklega fyrir að leggja ungu og efnilegum afreksmönnum lið með þessum hætti.