KA og Álftanes leiða saman hesta sína í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ á morgun, þriðjudag. Leikurinn fer fram á KA-velli við bestu aðstæður. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og hvetjum við alla til þess að mæta! Schiöttararnir ætla að hittast kl. 17:00 og er öllum velkomið að mæta með þeim.