KA og Grótta eigast við í 1. deild karla í knattspyrnu á morgun, laugardag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í dag en hefur verið frestað til morgundagsins og hefjast leikar kl. 15:00
Síðast þegar þessi lið mættust fór KA með 1-0 sigur að hólmi á heimavelli Gróttu í miklum vind- og rigningarleik. Mark KA í þeim leik skoraði Ævar Ingi Jóhannesson seint í síðari hálfleik. Hér má sjá markið hans Ævars sem tryggði stigin þrjú gegn Gróttu fyrr í sumar:
Grótta er í næst neðsta sæti deildarinnar og hefur skorað hvað fæst mörkin í sumar, en varnarleikur þeirra er þéttur.
Allir á völlinn á laugardaginn kl. 15:00