KA mætir Gróttu á laugardaginn | Sjáðu mörkin úr leiknum gegn Haukum

Á laugardaginn kemur mun KA leggja land undir fót og spila við Gróttu á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Leikurinn hefst kl. 15:00 og munu stuðningsmenn KA að norðan fjölmenna á leikinn og hvetjum við KA-fólk á suð-vesturhorninu til þess að gera slíkt hið sama.


Einnig höfum við tekið saman mörkin úr 3-1 sigrinum gegn Haukum frá því 23. maí og eru þau aðgengileg hér að neðan.