Á morgun, fimmtudag, fer fram leikur KA og Gróttu í Lengjubikarnum. Leikurinn er klukkan 13:00 og verður í Boganum.
KA-menn unnu góðan sigur á Selfoss á sunnudaginn og gerðu jafntefli við KR þar á undan í A2 riðli Lengjubikarsins. Vinni KA leikinn á morgun fara þeir í 10 stig og í þriðja sætið í riðlinum. Tvö efstu lið riðilsins fara áfram en KA mætir síðan Víkingum laugardaginn 11. apríl.