KA mætir HK á laugardaginn

Á laugardaginn munu KA-menn taka á móti Þorvaldi Örlygssyni og lærisveinum hans úr HK Kópavogi. Leikur liðanna er hluti af 19. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu og er mikið í húfi. 

Leikurinn sjálfur hefst kl. 15:00 en KA-menn ætla að hittast á Akureyri Backpackers kl 13:00 samdægurs og gæða sér á léttum veitingum, ásamt því að fara í svokallað Pub-quiz. Allir eru hjartanlega velkomnir en Pub-quizið hefst uppúr 13:00.

Síðast þegar KA og HK mættust vann HK ótrúlegan 3-2 sigur í Kórnum, eftir að KA var 2-1 yfir þegar skammt var til leiksloka. KA-menn eiga því harma að hefna og verður fróðlegt að sjá hvernig KA-menn mæta stemmdir til leiks á laugardag.

Líkt og áður hvetjum við alla KA-menn, nær og fjær, til þess að gera sér ferð á völlinn og hvetja sitt lið.