KA-menn að tafli

Hinir vösku KA-skákmenn.
Hinir vösku KA-skákmenn.

KA-menn sýndu góða takta á WOW Íslandsmóti íþróttafélaganna í skák sem fram fór nýlega að Hlíðarenda. Skáksveit KA skipuðu Halldór Brynjar Halldórsson, Pálmi Pétursson, Arnar Þorsteinsson, Gylfi Þórhallsson og Mikael Jóhann Karlsson. Allt miklir KA-menn og var Halldór Brynjar meðal annars fyrirliði Íslandsmeistara 5. flokks KA c-lið árið 1996! Sveitin lenti í fjórða sæti og var ekki langt frá 3. sætinu, en litlu munaði að sveitin legði firnasterka skáksveit KR að velli.

 

 

 

Bláklæddir Framarar unnu öruggan sigur á mótinu, unnu í öllum viðureignum sínum, 9 talsins. Sigursveit Safamýrarpiltanna var skipuð stórmeisturunum Jóhanni Hjartarsyni og Helga Áss Grétarssyni, alþjóðameistaranum Braga Þorfinnsyni og skákmeistaranum Elvari Guðmundssyni. Helgi Áss náði bestum árangri allra á mótinu, fékk 9 vinninga af 9 mögulegum.

Lokaúrslit urðu: 1. Fram 18 stig, 2. Valur 16 stig, 3. KR 14 stig, 4. KA 10 stig, 5. Þróttur 9, 6. Breiðablik 7 stig, 7. ÍBV 7 stig, 8. Akranes 6 stig, 9. Selfoss 2 stig, 10. Leiknir 1 stig.

 

Stefán Bergsson.