KA og Eikin í undanúrslit í bikarnum í blaki

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum í bikarnum í í blakinu á bikarmóti 2, sem lauk á Akureyri í dag. Í kvennaflokki kom utandeildarlið Eikarinnar á Akureyri mjög á óvart og tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarsins.
Í karlaflokki vann KA mótið með 10 stigum og tryggði sér inn í undanúrslit. Með þeim fer lið Stjörnunnar sem endaði í öðru sæti mótsins en liðið tapaði 2-0 gegn KA um hádegið í dag. Fylkir endaði í þriðja sæti mótsins eftir góðan 2-0 sigur á Þrótti Nes í dag. 
Í kvennaflokki var mikil spenna fram í síðustu leiki. HK tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri gegn Stjörnunni 2-0 og Eik 2-1. Liðið tapaði svo fyrir Þrótti Reykjavík í lokaleiknum 2-1. HK endaði með 12 stig líkt og Eik, sem tapaði aðeins fyrir HK í mótinu. Þróttarakonur unnu alla sína leiki í dag, 2-0 gegn Ými og Stjörnunni og 2-1 gegn HK en það dugði ekki til að komast áfram og endaði liðið því í 3. sæti mótsins. Stjarnan endaði í 4. sætinu með 6 stig og KA í því 5. sæti, einnig með 6 stig. Ýmir endaði á botninum stigalaust.
Undanúrslitaleikirnir í bikarnum verða laugardaginn 17. mars í Laugardalshöllinni. Úrslitaleikirnir verða sunnudaginn 18. mars.
Liðin fjögur sem komust áfram um helgina fara nú í pott sem dregið verður úr í næstu viku.
Undanúrslitaleikir kvenna
Þróttur Nes - Eik/HK
Afturelding - HK/Eik 
Undanúrslitaleikir karla
Þróttur R - KA/Stjarnan
HK - Stjarnan/KA
(Uppl. af heimasíðu BlÍ - www.bli.is)