Í vikunni skrifuðu Jón Birgir Guðmundsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri og Eiríkur Jóhannsson formaður knattspyrnudeildar KA undir þriggja ára samstarfsamning milli Íslandsbanka og KA.
Með þessum samningi styður Íslandsbanki það öfluga starf sem er unnið í knattspyrnudeildinni og er knattspyrnudeildin gríðarlega þakklát Íslandsbanka fyrir þennan samning sem styrkir stoðir knattspyrnudeildarinnar.