Í gær skrifuðu þeir Halldór Jóhannsson, framkvæmdarstjóri KEA og Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA undir styrktarsamning á milli félaganna. Einnig skrifaði KEA undir samning við Þór á sama tíma, eins og má sjá á meðfylgjandi mynd.
Um er að ræða heildarsamning sem taka til allra deilda félagsins og gildir samningurinn í eitt ár. KEA hefur stutt gríðarlega vel við bakið á KA undanfarin ár og er einn af dyggustu styrktaraðilum félagsins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Samningur eins og þessi er gríðarlega þýðingarmikill fyrir uppbyggingu og starf félaganna.
Halldór Jóhannsson sagði að KEA leggði metnað í að skila hluta afkomu sinnar út í samfélagið til stuðnings góðra verka og til að efla íþrótta- og æskulýðsstarf.