KA Podcastið - 12. október 2018

Hlaðvarpsþáttur KA er heldur betur flottur þessa vikuna en þeir Siguróli Magni og Hjalti Hreinsson hefja þáttinn á yfirferð á Olís deildum karla og kvenna hjá KA og KA/Þór. Þá er farið að styttast í blaktímabilið og af því tilefni mæta þau Arnar Már Sigurðsson og Elma Eysteinsdóttir í spjall og ræða spennandi tíma í blakinu.

Að lokum kíkir Áki Egilsnes í heimsókn en hann var nýverið kjörinn besti leikmaður septembermánaðar í Olís deild karla. Ekki missa af flottum þætti!

Þá minnum við á að þátturinn er aðgengilegur á podcast veitu iTunes og er um að gera að skrá sig í áskrift þar ef þið notist við þá þjónustu.