Eftir smá pásu eru Siguróli og Ágúst mættir aftur með KA Podcastið. Þeir byrja á að renna yfir lok knattspyrnusumarsins hjá KA og Þór/KA og slá á þráðinn til Elvars Geirs Magnússonar ritstjóra Fotbolta.net.
Því næst fara þeir yfir handboltann hjá KA og KA/Þór og fá til sín Katrínu Vilhjálmsdóttur leikmann KA/Þór í spjall en stelpurnar taka á móti ÍBV í KA-Heimilinu í kvöld. Að lokum renna þeir yfir dagskrá helgarinnar þar sem karlalið KA í blaki keppir gegn HK í leik um Meistara Meistaranna. Ekki missa af flottum þætti!
Þá minnum við á að þátturinn er aðgengilegur á podcast veitu iTunes.