KA Podcastið - 9. ágúst 2018

Hlaðvarpsþáttur KA er kominn aftur í loftið eftir smá sumarfrí. Þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Hjalti Hreinsson skella í rándýran þátt en þeir fá til sín Archie Nkumu leikmann KA í knattspyrnu sem og Stefán Árnason og Jónatan Magnússon þjálfara KA og KA/Þórs í handboltanum.

Við minnum á að KA Podcastið er aðgengilegt á iTunes, Ekki missa af skemmtilegu spjalli um starfið í KA!