KA rúmföt eru tilvalin í jólapakkann!

Við minnum á KA rúmfötin sem eru heldur betur tilvalin í jólapakkann fyrir unga sem aldna KA - menn! Hvað er betra en að sofa umvafin sínu uppáhalds íþróttafélagi? Rúmfötin (sængur og koddaver) eru hvít að lit og skreytt með KA merkinu. Þau kosta 1.500 kr. og fást í KA Heimilinu. Hægt er að hafa samband við KA heimilið í síma 462 3482 fyrir frekari upplýsingar. Gefum KA varning í jólagjöf og styðjum við félagið okkar um leið!