KA semur við Aleksandar Trninic

Túfa og Aleks við undirskrift
Túfa og Aleks við undirskrift

KA hefur komist að samkomulagi við serbneska leikmanninn Aleksandar Trninic um að hann spili með KA í 1. deildinni í sumar.

Aleksandar er 29 ára gamall og lék síðast með Rad Belgrad í Serbíu. Hann á, þrátt fyrir að vera á besta fótboltaaldri, frábæran feril að baki. Hann hefur m.a. leikið með Debrecen í Ungverjalandi og Vardar í Makedóníu, en bæði þau lið hafa verið í og úr meistaradeild Evrópu á undanförnum árum.

Aleksandar leikur sem djúpur miðjumaður en getur einnig leyst af í miðverði. Hann er stór og stæðilegur leikmaður enda rúmir 190cm á hæð.

Aleksandar er kominn til landsins og kominn með leikheimild með KA. Það eru því góðar líkur á því að hann spili með KA gegn Selfoss á laugardaginn í Lengjubikarnum. Sá leikur fer fram á Akureyri og hefst kl. 15:00.