Mynd: Bergur Eiríksson
Margar myndir hafa verið settar inn í tilefni dagsins á samskiptavefinn Facebook. Ruth Bergsdóttir setti t.d. mynd sem á vel við í dag en hún er
tekin af nokkrum vöskum KA - mönnum sem voru að kynna KA - skemmtun sem átti að vera síðar um kvöldið. Væntanlega hefur skemmtunin verið til
fjáröflunar félagsins, en nokkuð var um að slíkar skemmtanir voru haldnar á vegum félagsins, en slíkt hefur að mestu lagst af í dag,
enda fátt sem át upp tíma og athygli fólks á þessum árum eins og í dag. Myndin er úr safni föður Ruthar, Bergs
Eiríkssonar, sem keppti á skíðum fyrir félagið. Þó svo að engin skemmtun sé í kvöld, þá verður 85. ára
afmælinu gert hátt undir höfði n.k. laugardag á mikilli KA skemmtun! Hægt er að smella á myndina til að sjá hana í fullri
stærð.