Það er með mikilli gleði sem við tilkynnum að heimasíða okkar hefur verið færð frá www.ka-sport.is og yfir á www.KA.is.
Kaupfélag Árnesinga átti lénið en KA hefur í þó nokkurn tíma sóst eftir léninu. Kaupfélagið eftirlét okkur nú nýverið lénið og þökkum við þeim félögum á Selfossi innilega fyrir það!