KA tekur á móti Fjarðarbyggð á fimmtudag

Á morgun, fimmtudag, mun KA fá Austfirðinga í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Leikur KA og Fjarðarbyggðar hefst kl. 19:15 og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að hópast á völlinn.

Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni vann KA 1-0 sigur þar sem að Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði mark KA í uppbótartíma. Leikurinn á morgun er gríðarlega þýðingarmikill en Fjarðarbyggð er sem stendur í 3. sæti deildarinnar og eitt af þeim liðum sem KA þarf að kljást við í toppbaráttunni.

Enn og aftur, leikurinn á morgun hefst kl. 19:15 á Akureyrarvelli.