KA tekur í kvöld á móti Víkingi Ólafsvík á Akureyrarvelli klukkan 19:15 í 9. umferð 1. deildar karla. Það má með sanni segja að leikurinn í kvöld sé algjör lykilleikur fyrir okkar lið enda getur liðið með sigri komið sér nær Víkingum sem eru í 2. sæti deildarinnar. Tapist leikurinn verður hinsvegar á brattann að sækja og því ljóst að liðið þarf stuðning í kvöld.
Hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á Akureyrarvöll en fyrir ykkur sem ekki komist þá er leikurinn sýndur beint á SportTV.is sem er auðvitað frábært, áfram KA!