Rétt í þessu var að ljúka bikarúrslitaleik KA/Þór og Fylkis í 4. flokk stúlkna eldri. Eftir jafnræði með liðunum í upphafi tóku KA/Þór stelpurnar frumkvæðið. Þær komust í 6-3 en Fylkir jafnaði í 7-7 en KA/Þór skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og leiddu því 7-10 í hálfleik.
Í seinni hálfleik sýndu stelpurnar svo styrk sinn og juku forskotið í átta mörk og unnu sannfærandi sigur 12-20 og hömpuðu því loks bikarnum eftirsótta.
Arnrún Eik Guðmundsdóttir markvörður KA/Þór var valin maður leiksins enda átti hún frábæran leik, varði 19 skot.
Mörk KA/Þór: Helena Tómasardóttir 5, Una Kara Vídalín 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Kristín Jóhannsdóttir 4, Lísbet Pera Gestsdóttir 2.