Stelpurnar á yngra ári 4. flokks gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér endanlega deildarmeistaratitilinn nú um helgina. Á laugardaginn unnu þær Fylki á útivelli 14-17 og á sunnudaginn unnu þær Fram 11-18. Þær enda því deildina með þriggja stiga forskot á ÍBV sem hafnaði í 2. sæti.
Meðfylgjandi mynd var tekin eftir leikinn gegn Fylki þegar titillinn var í höfn.
Við vonumst til að fá frekari pistil um helgina og framhaldið en úrslitakeppnin hjá stelpunum á að hefjast miðvikudaginn 23. apríl.