KA - Þór | Laugardaginn 6. des kl 14:00 | Boganum

KA / Þór
KA / Þór

Á morgun, laugardaginn 6. des, munu strákarnir okkar leggja land undir fót og skella sér yfir í Bogann og spila æfingaleik við Þór. Leikurinn átti að fara fram á gervigrasvellinum á KA svæðinu, en veðurguðirnir sáu til þess að ekki verður hægt að bræða allan snjóinn af vellinum, því hefur hann verið færður yfir í Bogann.

Hefst leikurinn klukkan 14:00 eins og áður segir. Hvetjum við alla KA menn og konur að skella sér í Bogann og styðja við strákana okkar. Þessir leikir við Þór eru alltaf stórskemmtilegir.

Ekki má það teljast ósennilegt að fólki geti fengið að sjá nýju strákana okkar, Halldór og Hilmar, í gulu og bláu í fyrsta skipti, gefum þeim góðar móttökur og sýnum þeim KA andann!

ÁFRAM KA !