KA/Þór tekur á móti Gróttu í Olís-deild kvenna á morgun (fimmtudag)

Kvennalið KA/Þór tekur á móti Gróttu í Olís-deild kvenna á morgun, fimmtudag, í KA-heimilinu. Leikurinn hefst kl. 18:30 og er aðgangur ókeypis. 

Gróttuliðið er gríðarlega vel mannað og situr í 2. sæti deildarinnar með 26 stig, en KA/Þór situr í 11. sæti með 7 stig. Stelpurnar okkar hafa þó sýnt það í vetur að þær geta vel strítt stóru liðunum á heimavelli með góðum leik. Það verður því gaman að fylgjast með leiknum á morgun.

Eins og ofan segir er aðgangur ókeypis og hvetjum við alla til þess að mæta.