KA/Þór2 spilaði gegn Þróttarastelpum á laugardaginn. KA/Þór2 er lið 2 á yngra ári í 4. flokki kvenna en lið Þróttar samanstendur af öllum 4. flokk laugardalsliðsins þannig að ljóst var fyrirfram að um erfiðan leik yrði að ræða. Þar að auki voru all margar úr liði 2 á ferð og flugi um heiminn því ljóst að stelpur úr 5. flokk kvenna þyrftu að hlaupa í skarðið.
Leikurinn byrjaði vel og jafnt var á öllum tölum fram til 5-5. Þá klikkuðu heimastúlkur á tveimur dauðafærum og misstu hausinn algjörlega. Þróttur gekk á lagið og skoraði fimm mörk gegn einu marki heimastúlkna áður en hálfleiksflautan gall. Staðan 6-10 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði því miður eins og sá fyrri endaði og náði Þróttur góðri forustu þrátt fyrir virkilega góðan leik hjá Heiðbjörtu Guðmundsdóttur í marki KA/Þórs. Það var ekki fyrr en tíu mínútur voru eftir af leiknum sem heimastúlkur áttuðu sig á því að þær gætu eitthvað í handbolta og náðu að laga stöðuna. Lokatölur 12-22 fyrir gestunum.
Heilt yfir spiluðu stelpurnar mun betur í þessum leik heldur en síðustu tveimur leikjum. Fjöldamörg dauðafæri fóru annað hvort beint í markmanninn eða tréverkið, sem er reyndar úr áli en það er önnur saga. Jákvæða í þessum leik var að þær spiluðu sig í góð færi, það neikvæða var að þær voru ekki að nýta þau færi.
Vandamál þessara stelpna er að þegar þær lenda í mótlæti þá missa þær algjörlega hausinn og hætta að spila vörn og sókn. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Það jákævða er þó að þegar þær eru með hausinn rétt skrúfaðan á eru þær flottar. Þær minnkuðu þann tíma sem þær voru hauslausar í þessum leik miðið við leikina tvo í síðustu suðurferð. Nú er bara að halda áfram að læra og bæta sig. Hætta að hengja haus þegar eitthvað fer ekki eins og þær vilja og halda áfram að berjast allar 50 mínúturnar. Þær fá tækifæri til þess að um næstu helgi gegn Selfoss2 og Val2.
Þjálfarar.