Hér má sjá annan þáttinn af KA vikunni þar sem farið er yfir það helsta í KA starfinu. Áskell Þór Gíslason mætti í settið og fór yfir leik KA og Keflavíkur sem fór fram 4. júní og spáði einnig í spilin fyrir leik Leiknis R. og KA. Jónatan Þór Magnússon mætti í spjall um feril sinn í handboltanum og fór einnig aðeins í knattspyrnuferil sinn. Þá var kíkt á æfingu hjá 6. flokki karla og en þeir Almar Örn Róbertsson og Dagur Árni Heimisson voru gripnir í spjall ásamt þjálfara þeirra honum Atla Fannari Írisarsyni.
Endilega kíkið á þáttinn hér fyrir neðan: